Geir var framsýnni en Samfylkingin.

Geir lagði fram þær tillögur að koma með frumvarp um breytingar á seðlabankanum og FME, sem að mér skilst hefði þýtt að hægt sé að breyta yfirstjórn samhliða án þess að borga þá út eða áminna.

Mér sýnist Samfylkingin hafi hlaupið á sig þarna. Hvað stendur þá eftir, forsætisráðherrastóllinn ?

Ég tel að samfylkingin hafi farið á taugum og flosnað í sundur eftir síðustu skoðanakönnun þar sem þeir komu afar illa út, höfðu ekki kjark né dug til að standa í lappirnar til að klára málin af skynsemi.

Þannig að nú var hlaupið til með öllum þeim kostnaði sem fylgir stjórnarskiptum og skiptum í seðlabanka. Hvað ætli við séum að tala um mikinn kostnað, 200 - 300 - 400 eða jafnvel 500 milljónir þegar allt er talið ?

Enginn málefnaágreiningur var á milli flokkanna, einungis spurning um vinsældir í skoðanakönnunum.


mbl.is Davíð undir væng Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þetta er ekki alveg rétt, þótt korn felist einhversstaðar. Annars var það Davíð sjálfur sem gerði það svona erfitt að reka seðlabankastjóra, samkvæmt upplýsingum á öðru bloggi.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:35

2 Smámynd: Dögg Pálsdóttir

Sammála. Samfylkingin fór á taugum þegar þeir sáu síðustu skoðanakönnun. Ekki fór Sjálfstæðisflokkurinn á taugum þó skoðanakannanir væru flokknum mjög óhagstæðar. Svo talar Samfylkingin um að Sjálfstæðisflokkurinn láti flokkshagsmuni ráða.

Dögg Pálsdóttir, 28.1.2009 kl. 15:36

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Villi: Mitt aðalatriði í þessu var það að Geir hafði lagt til réttu leiðina en Samfylkingin vildi bíða. Síðan reyna þeir að nota það sem ástæðu fyrir stjórnarslitum.

Carl Jóhann Granz, 28.1.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Getur verið. Alla vega eru sögur um að einhver hafi viljað gera eitthvað fyrir jól, en auðvitað var ekki sagt neitt um það á sínum tíma. Hver það var sem frestaði þessu, er ég ekki viss um. Veit bara að ISG virtist ekki treysta neinum nema sjálfri sér, svo kannski var það hún. Samfó snýst með vindinum eins og bronshæna á evrópskri kirkju og það er ekki spurning að hún er að reyna að afstýra stórslysi í næstu kosningum.

Villi Asgeirsson, 28.1.2009 kl. 15:52

5 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Já hún er að reyna það, spurningin nú er hvort að fólk láti platast.

Carl Jóhann Granz, 28.1.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 12929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband