Taka bara sénsinn?

Hvað er það í raun sem stendur í flestum nú varðandi þetta mál? Tel ég það nú helst vera þá staðreynd að í sumar náðist þverpólitísk samstaða um fyrirvarana við þetta mál. Ef að ríkisstjórninni hefði borið gæfa til að standa styrk í lappirnar og benda á að þetta væri eindreginn vilji Alþingis þá hefði hún að öllum líkindum haft þjóðina sem heild á bakvið sig gegn Bretum og Hollendingum.

Á ný byrjar stjórnarliðið í sínum frasa-spunum til að draga athyglina frá raunverulega vandamálinu sem eru þau sjálf.
Þau ganga svo langt að segja að fyrirvararnir hafi verið rugl frá byrjun, en samt studdi ríkisstjórnin þá á sínum tíma.

Tvennt er í þessu. Annaðhvort er ríkisstjórn íslands að ganga erinda annarra ríkja fram yfir sitt eigið.
Hitt er það að einhverjir felusamningar eru í gangi og þegar búið verður að pína þessa niðurstöðu ofan í þjóðina og forsetinn neyddur á ný að hlýða sínu fólki til að samþykkja allt ruglið, þá eftir einhver ár þegar mögulegur samningur liggur á borðinu við ESB þá ætla þeir sér að nota Icesave sem gulrót fyrir Íslendinga, hreint út sagt reyna að plata Íslenska þjóð. Við fellum þetta niður þegar þið samþykkið að ganga í ESB.

Ég hvet alla eindregið að taka ekki þátt í þessum skrípaleik nú og setja nafn sitt á áskorunina til forsetans inni á www.indefence.is


mbl.is Skert lífskjör og kaupmáttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Er  búin að skrifa undir og er þér innilega sammála.  

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.12.2009 kl. 09:17

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sömuleiðis ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.12.2009 kl. 09:28

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.12.2009 kl. 10:23

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þakka þér sömuleiðis.

Carl Jóhann Granz, 11.12.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband