27.1.2011 | 21:54
Vinstri spillingin
Það kemur alltaf betur og betur í ljós hversu miklir hræsnarar þessir vinstri menn eru sem hafa verið að gagnrýna Sjálfstæðismenn.
Þeir taka allt sem þeir halda um Sjálfstæðismenn og margfalda það svo upp í þessa öfgakenndu spillingu.
Nú fær stjórnin ekki einu sinni að velja forstjórann þótt það sé einmitt á þeirra sviði að sjá um það.
Ráðning forstjóra ófagleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Carl Jóhann Granz
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldher
- benediktae
- bogl
- bjarnihardar
- gattin
- doggpals
- ellamagg
- emilkr
- erla
- ea
- frjalshyggjufelagid
- grazyna
- gunnargunn
- gudbjorng
- gylfithor
- gustaf
- bordeyri
- hjaltisig
- golli
- bassinn
- lax
- kristjangudm
- morgunbladid
- mfo
- reynir
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- sjonsson
- stebbifr
- athena
- theodor
- tomasha
- ubk
- arniarna
- astamoller
- publicservant
- hugsun
- thj41
- egill
- gauisig
- fiski
- jonmagnusson
- sumri
- otti
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stuttur og gagnorður pistill hjá þér, þú mættir blogga meira.
Jón Ríkharðsson, 28.1.2011 kl. 00:05
Talandi um glerhús og steina. Kjartan ætti nú að hafa vit á því að tala sem minnst um spillingu
Sigurður Sigurðsson, 28.1.2011 kl. 00:10
Sigurður - komdu með rök fyrir dylgjum þínum um Kjartan eða hafðu vit á að halda þér saman.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.1.2011 kl. 00:22
Það er ekki nema von að sjálfstæðismenn skuli vera hneykslaðir. FLokksmenn muna kannski ekki eftir því þegar Davíð Oddsson lét tindáta sína ráða son sinn sem héraðsdómara og frænda sinn sem hæstaréttardómara. Ekki var nú fagmennskunni fyrir að fara þar heldur spilling sem hvert banandalýðveldi hefði verið fullsæmt af.
Komið hefur fram að stjórnin mun að sjálfsögðu hafa úrslitavald um ráðningu forstjórnans. Það er alltaf frekar hjákátlegt þegar gjörspilltir sjálfstæðismenn eru að gagnrýna spillngu. Að tala um steina og glerhús í því sambandi er náttúrulega "understatement". Sjálftökuflokkurinn er og hefur alltaf verið holdgervingur spillingar í sinni verstu mynd og það grímulaust.
Guðmundur Pétursson, 28.1.2011 kl. 02:21
Það er enginnað verja skipunina sem þú tala um Guðmundur - hún réttlætir hinsvegar ekki framferðið í OR þessi s´ðustu misseri - hún réttlætir ekki heldur þá staðreynd að þið verjið ólölegar kosningar - hafnið hæstaréttardómum og alvarlegri áminningu Umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða ykkar í ríkisstjórn -
Fúkyrðaflaunur þinn er nákvæmlega það - þinn - og engum samboðinn sem vill málefnalega umræðu enda innantómt útbólgið blaður. Og engum með snefil af sjálfsvirðingu - en þú veist væntanlega best sjálfur í hverju þín sjálfsvirðing - ef einhver er - er fólgin.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 28.1.2011 kl. 04:49
Já, Guðmudur sæll, svo skal böl bæta að benda á annað verra...
Emil Örn Kristjánsson, 28.1.2011 kl. 09:48
Sigurður og Guðmundur
Minn stutti pistill hér að ofan er kjarni málsins. Auðvitað hafa verið misgóðar ákvarðanir teknar af sjálfstæðismönnum. En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru það vinstri menn sem eru grófastir og spilltastir í okkar samfélagi sem fyrr.
Hver sem hefur þó ekki nema að litlu leiti fylgst með fjölmiðlaumfjöllun síðastliðin tvö ár sér það svo ekki verður um villst.
Carl Jóhann Granz, 28.1.2011 kl. 10:19
Það dylst engum að spillingin grasserar meðal vinstri manna. Það er hinsvegar órökstudd fullyrðing hjá þér Carl að spillingin sé verri eða meiri en hjá sjálftökuflokknum. Það er í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess.
Kommentarinn, 28.1.2011 kl. 11:22
Það er að hálfu leiti rétt hjá þér að þetta er órökstutt hjá mér.
Þó vísaði ég í fjölmiðlaumfjöllunina og fyrir hvern þann sem hefur fylgst með þá eru dæmin ansi mörg undanfarin tvö ár en á þeim tíma sem Sjálfstæðismenn voru við stjórnvölinn voru frekar fá en hávær dæmi.
Enda hafa vinstri menn verið duglegastir að hafa hátt.
Carl Jóhann Granz, 28.1.2011 kl. 12:15
Stjórnlagaþingskosningarnar eru lýsandi dæmi um vinnubrögð vinstri manna. Fyrst er farið af stað með fagurgala og fallegum orðaflaumi um hvað þetta er mikilvægt skref í lýðræðisumbótum og þar fram eftir götunum. En þó fagurgalinn sé mikill þá hefur Jóhanna og stjórn hennar sýnt í verki að henni er slétt sama um lýðræðisleg vinnubrögð (ég bendi á vinnubrögð við ESB og Icesave frumvörpin í þessu sambandi og Jóhanna er sennilega eini forsætisráðherrann í vestrænni sögu sem hefur hvað þjóðina að mæta ekki á kjörstað (sjá Icesave kosningar)). Síðan er hafist handa með annari hendi (þeirri vinstri) og þessu mikilvæga máli hraðað í gegnum þingið. 3 af 10 mæta á verst framkvæmdu kosningar lýðræðisins en áfram er haldið. 3 kæra svo kosningarnar en áfram er haldið með tilheyrandi kostnaði. Hið óumflýjanlega gerist svo þegar þetta brask er dæmt ógilt og hvaða lærdóm dregur frú Jóhanna af því? Þetta var allt íhaldinu að kenna!!!
Vinnubrögð vinstri manna eru spilling í sjálfu sér. Þau eru iðulega óheiðarleg, sjálfhverf og skaðleg almannahag. Beitum því heilbrigðri skynsemi og kjósum ALDREI yfir okkur vinstri stjórn aftur! Og í guðanna bænum ekki reyna að afsaka vinnubrögð þessarar stjórnar með vinnubrögðum íhaldsins í den. Það er svo grátlegt að samkennd manns brennur yfir.
Pétur Harðarson, 28.1.2011 kl. 13:49
Þú gleymdir "undirförul", Pétur... annars gott innlegg.
Emil Örn Kristjánsson, 28.1.2011 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.