Það er þannig núna.

Það er einmitt tilfellið að menn greiða meira sem hafa meiri tekjur. Persónuafslátturinn gerir það líka að verkum að þeir sem minni hafa tekjur borga hlutfallslega minna.

Hátekjuskattur eða mismunandi skattþrep er ósanngjörn leið og á engan hátt réttlátari.


mbl.is Vill dreifa skattbyrðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Yngvi Bjarnason

Sammála, ef maður skoðar virka skatta,

... 1.000.000 kr/mán, greiðir ca. 31% af tekjum sínum í skatta

... 500.000 kr/mán, greiðir ca. 28% af tekjum sínum í skatta

... 250.000 kr/mán, greiðir ca. 21% af tekjum sínum í skatta

... 166.000 kr/mán, greiðir ca. 15% af tekjum sínum í skatta

Ég get ekki betur séð en að "hátekjumaðurinn" sé núþegar að greiða 2x hærra hlutfall af laununum sínum en sá með 166.000 kr/mán?

Þorsteinn Yngvi Bjarnason, 2.2.2009 kl. 19:07

2 identicon

Og hvað fær þá sá sem er með 166.000 kr á mánuði í vasann og hvað fær sá sem er með milljón á mánuði í vasann? Og hvar er réttlætið í því? Ennfremur má spyrja hvað hvor um sig megi reikna með feitum starfslokasamningi þegar þeir klúðra verkefnum sínum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Starfslokasamningar og hvort menn séu á sanngjörnum launum miðað við störf er bara allt annar pakki og á ekkert skylt við sanngjarna skattprósentu.

En því er ekki að neita að sá sem er með milljón borgar mun meira í ríkiskassann og þar af leiðandi niðurgreiðir hann þjónustuna fyrir okkur hin. Það væri ósanngjarnt að heimta meira.

Ítreka það aftur að fáránlega há laun og starfslokasamningar er allt annar handleggur og hluti í allt aðra umræðu.

Carl Jóhann Granz, 2.2.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Gunnar Runólfsson

Ég get ekki skilið hvernig er hægt að kalla fjölþrepa skattkerfi sanngjarnt og réttlátt. Hvernig getur verið sanngjarnt að einn eigi að borga hærra hlutfall af tekjum sínum í skatt en annar!?!

Í danmörku er fjölþrepa skattkerfi. Nú eru Danir að vinna að því að breyta skattalögunum hjá sér og lækka eða afnema hæstu þrepin. Einmitt vegna þess að kerfið virkar letjandi. Fólk sér að það getur ekki borgað sig að vinna yfirvinnu.

Það er búið að reikna það út að það kemur mun betur út fyrir danska þjóðarbúið að afnema fjölþrepa skattkerfi og hafa bara eitt þrep sem allir greiða eftir. Það hlýtur að liggja í augum uppi að eins þrepa skattkerfi þar sem allir bera hlutfallslega sömu byrðar er það eina sem hægt er að kalla sanngjarnt og réttlátt.

Gunnar Runólfsson, 2.2.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Eva, hver er sinnar gæfu smiður. Fólk menntar sig og/eða nær árangri með öðrum hætti og uppsker síðan eins og það sáir. Þetta er ekkert flókið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 2.2.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Grétar Magnússon

Gæti ekki verið meira sammála Hirti.  Hver er sinnar gæfu smiður og fólk uppsker eins og það sáir.  Að skattleggja meira þá sem lögðu kannski harðar að sér til að komast hærra í launastiganum er ekki réttlátt, það hlýtur hver maður að sjá það í hendi sér.

Grétar Magnússon, 2.2.2009 kl. 22:07

7 identicon

Jújú, þetta er miklu flóknara. Sumir hafa nefnilega betri sambönd en aðrir. Í gamla daga hét það að vera í klíku en í dag er það kallað að hafa gott tengslanet. Ef maður er í réttu tengslaneti, á t.d. pabba sem er Seðlabankastjóri, þá er menntun og dugnaður ekki lengur lykilatriði þegar maður sækir um valdastöðu sem gefur auk þess fullt rassgat af peningum.

Carl Jóhann, sá sem niðurgreiðir þjónustuna fyrir okkur hin, fær líka ofurlaunin sín úr okkar vösum og ekkert endilega fyrir þekkingu, vinnusemi og heiðarleika. Trúir einhver því í alvöru að sá sem er með 1200.000 í mánaðartekjur, sé 6 sinnum klárari, duglegri, traustari og merkilegri starfskraftur en sá sem þénar 200.000 á mánuði?  

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:08

8 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Eva það er bara allt annar hlutur að skammast yfir því og svo sanngjarni skattprósentu.

Carl Jóhann Granz, 2.2.2009 kl. 22:11

9 identicon

Haldið þið t.d. að Sigmundur Grasrót og konan hans, hafi unnið fyrir 100 milljónum á mánuði? Mér finnst reyndar mun meiri ástæða til að endurskoða lög um fjármagnstekjuskatt en að þrepaskipta launatekjum.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:14

10 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hvort ákveðnir einstaklingar hafi unnið fyrir eða vinni fyrir launum sínum eða séu á sanngjörnum launum hefur raun og veru ekkert með þetta mál að gera að allir eiga að borga sama hlutfall því það er eina sanngjarna og réttláta leiðin.

Sjálfsagt mál að skoða fjármagnstekjuskattinn, þá hjá þeim sem eru ekki komnir á eldri ár og hafa það sem einu tekjur.
Því það mál orkar einnig tvímælis því ekki er sérlega sanngjarnt að skattleggja það sem þér tókst að spara eftir að hafa greitt alla skatta.

Hér á ég engan vegin við ofurlaun eða menn sem leggja upp með það að svindla á kerfinu.

Carl Jóhann Granz, 2.2.2009 kl. 22:20

11 identicon

Af hverju er það sanngjarnt og réttlátt að laun hækki hlutfallslega og að allir borgi sama hlutfall til samfélagsins? Hvaða Gvuð ákvað það? Ójá, alveg rétt, það er eitthvað um tíund í Biblíunni, sennilega mun eldra fyrirkomulag.

Eru mörg þúsund ára gamlar hugmyndir um réttlæti virkilega svona heilagar? Af hverju má ekki einu sinni spyrja hvort það væri kannski bara sanngjarnt að öll laun hækkuðu jafnt í krónum talið? Af hverju má ekki spyrja hvort væri sanngirni fólgin í því að allir greiddu sömu krónutölu í skatt? Eða öfugt að allir eigi jafn margar krónur til ráðstöfunar eftir skatt? Af hverju spyrjum við ekki einu sinni hvort væri sanngjarnt að setja lög um hámarkstekjur? 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:39

12 Smámynd: Auðun Gíslason

Frjálshyggjusöfnuðurinn er duglegur að tjá sig um tilfinningar sínar þegar kemur að skattamálum!  Og svo er verið að reka Guð!

Auðun Gíslason, 2.2.2009 kl. 23:50

13 Smámynd: Þorsteinn Yngvi Bjarnason

Áhugaverð umræða, þó hún hafi þróast frá því sem fréttin fjallar um.

Fjármálaráðherra telur að það sé sanngjarnt og réttlátt að tekjuhærri einstaklingar greiði hærra hlutfall af launum sínum en þeir tekjuminni. Það mætti ætla að fjármálaráðherra telji svo ekki vera í dag.

Í núverandi skattkerfi greiðir tekjuhái einstaklingurinn hærra hlutfall af launum sínum (2x). Það kemur mér því á óvart að fjármálaráðherra geri sér ekki grein fyrir því ... kanski kýs hann að gera sér ekki grein fyrir því fram að kosningum, enda á umræða af þessu tagi góðan hljómgrunn í augnablikinu.

Til að svara spurningu Evu, sá sem fær 166.000 kr í laun leggur í púkk til samfélagsins 24.900 kr/mán. Sá sem fær 1.000.000 leggur í sama sjóð 310.000. Báðir eiga rétt á sömu þjónustu, þrátt fyrir að sá tekjuhærri hafi greitt 12x meira til samfélagsins. Hélt að það gæti ekki orðið sanngjarnara en það?

Í mínum huga snýst þetta ekki um tíund, fasta upphæð, eða jafnt hlutfall. Einfaldlega þá staðreynd að í dag greiða þeir efnameiri hærra hlutfall af launum sínum en þeir tekjuminni. Mikill vill meira, og því er væntanlega 2x hærra hlutfall ekki nóg... Guð blessi Ísland

Þorsteinn Yngvi Bjarnason, 3.2.2009 kl. 15:16

14 identicon

Þú getur líka litið svo á að sá fátækari eigi 141 þúsund kr til ráðstöfunar en hinn ríkari 690 þúsund. Þeir eiga rétt á sömu þjónustu, jafnvel þótt annar þeirra hafi þjónað samfélaginu fyrir mun lægri þóknun.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 17:28

15 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Og er það ekki bara allt í góðu að það sé launamunur eftir eðli starfa, menntun og þess háttar. Menn borga meira en fá það sama.

Ég tek það fram að ég á ekki við um einhver ofurlaun eða þessháttar, en tölurnar sem þú nefnir þarna geta alveg átt rétt á sér.

Síðan ber einnig að horfa til þess að sá sem þénar meira yfirleitt eyðir meira sem þannig skapar fleiri störf og koll af kolli.

Carl Jóhann Granz, 4.2.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband