4.4.2009 | 21:05
Vanhæf ríkisstjórn
Hvað er eiginlega að hjá þessari ríkisstjórn, neita að ræða þau mál sem virkilega skipta máli fyrir land og þjóð.
Og fólk hélt að fyrri ríkisstjórn væri vanhæf, gott ef það er ekki bara meiri ástæða til að mótmæla ríkisstjórn þessa lands heldur en akkúrat núna.
Klára þau brýnu efnahagsmál sem fyrir þinginu liggur, takk kærlega. Síðan þegar það er klárt þá megið þið öll tala út í eitt fram á kosningadag fyrir mér.
Enn langt í land eftir 36 tíma umræður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Carl Jóhann Granz
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldher
- benediktae
- bogl
- bjarnihardar
- gattin
- doggpals
- ellamagg
- emilkr
- erla
- ea
- frjalshyggjufelagid
- grazyna
- gunnargunn
- gudbjorng
- gylfithor
- gustaf
- bordeyri
- hjaltisig
- golli
- bassinn
- lax
- kristjangudm
- morgunbladid
- mfo
- reynir
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- sjonsson
- stebbifr
- athena
- theodor
- tomasha
- ubk
- arniarna
- astamoller
- publicservant
- hugsun
- thj41
- egill
- gauisig
- fiski
- jonmagnusson
- sumri
- otti
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert upp á bak í landsstjórninni síðustu 18 ár og nú hrærir hann í súpunni til að minna þjóðina á það.... takk fyrir það.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2009 kl. 21:25
Já einmitt, það voru semsagt ekki eigendur og stjórnendur bankanna sem komu okkur í þetta ?
Allavega þeir tveir aðilar sem hafa skilað af sér umsögn nú þegar segja það, svíinn og finninn, báðir vel viðurkenndir í sínu fagi. Finninn bætti um betur og sagði að lagaumhverfið hér hefði verið alveg sambærilegt við það í evrópu.
En það náttúrulega hentar ekki að hlusta á það þegar hægt er að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt. Sérstaklega þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft bankamálaráðherrann þessi 18 ár.
Carl Jóhann Granz, 4.4.2009 kl. 23:21
Hr Carl. Það var stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem afhenti ríkisbankana völdum flokksgæðingum. Þar hófst þetta ferli. Síðan var það kórónað með að afnema bindiskildu og lama eftirlitsstofnanir eins og fjármálaefttirlitið. Það var hin blinda frjálshyggja sem gerði þessum flokksgæðingum kleyft að hanna ferli sem byggði á skefjalausri græðgi.
Davíð Oddsson forsætisráðherra ber á því ótvíræða ábyrgð að ríkisbankarnir fóru ekki í dreifða eignaraðild eins og til stóð. Þess vegna sögðu hardcore sjálfstæðismenn sig úr einkavæðingarnefndinni á sínum tíma... Legg til að þú kynnir þér þessi mál ögn betur...bankamálaráðherra stjórnaði ekki einkavæðingarferli bankanna frekar en einkavæðingarferli Símans og fleiri ríkisfyrirtækja á sama tíma.
Jón Ingi Cæsarsson, 4.4.2009 kl. 23:43
Ég er algjörlega sammála þér varðandi hvernig staðið var að einkavæðingunni, einnig var ég sammála fjölmiðlalögunum nema mér fannst að þeir hefðu átt að ná sátt með minnihlutanum þá, því allir virtust sammála um að gera það bara nákvæmlega hvernig var málið, nema þá kannski Samfylkingin en ég man það ekki nógu vel.
En það að mega skuldsetja sjálfan sig út fyrir öll velsæmismörk er nú ekki það sama og þú verðir að gera það og það er ekki hægt að kenna ríkisstjórninni um það. Síðan hefur það komið skýrt fram að bindiskyldan hefði engin teljandi áhrif haft á þetta mál gagnvart útrás bankanna, enda var það gert til að aðlaga hér að evrópskum reglum.
En bankamálaráðherra hefði einnig átt að vera jafnvel inn í málum alveg eins og forsætisráðherra, fjármálaráðherra, seðlabankastjóri og fjármálaeftirlitið ásamt náttúrulega formanni sínum.
Fyrst og fremst voru þetta eigendur og stjórnendur bankanna sem fóru of geist. Það er svolítið fáránlegt að reyna að hengja þetta allt á Sjálfstæðisflokkinn. Ég skal þó viðurkenna að það kannski virkar á einfalda kjósendur sem ekki vita betur og líkar að trúa svona frasaklisjum.
Carl Jóhann Granz, 5.4.2009 kl. 00:01
Rétt hjá þér Carl - hvar er nú saurpokalýðurinn og múrsteinapakkið þegar við þörfnumst þeirra?
Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.