Kemur á óvart, og þó?

Það merkilegasta við þessa könnun er að samkvæmt henni þá nær ríkisstjórnin rétt svo að halda velli. Einnig er það hálf sorglegt og undarlegt að Borgara(Hreyfingin) skuli hrynja niður svona svakalega svona fljótt. En við skulum bíða og sjá, það er ekki komið að kosningum strax.

Efling Sjálfstæðisflokksins kemur ekki á óvart þar sem þau hafa verið að koma með raunhæfar og skynsamlegar lausnir í baráttunni við efnahagsmálin og flestir sjá að það eru skynsamlegri leiðir heldur en að skattleggja allt í botn á þessum erfiðu tímum.
Þrátt fyrir það set ég mikinn fyrirvara við að þetta yrði raunin ef kosið yrði nú þar sem flokkurinn mælist oft mun hærra en innistæða er svo fyrir. Engu að síður gefur þetta vísbendingu um línuna.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Innstæða Sjálfstæðisflokksins er ekki til staðar í könnunum. Sagan segir að hann liggi þetta 3-5% neðan kannanafylgis. Þó átti þetta ekki við í fyrsta sinn þegar fylgi hans var komið inn fyrir bein síðastliðið vor.

Raunfylgi hans liggur núna nærri 30% ef að líkum lætur... í bullandi stjórnarandstöðu og stórsjó hjá stjórnarflokkunum.... algjörlega óviðunandi fyrir flokk sem lengst af sögunni hefur verið á bilinu 40-43%

Jón Ingi Cæsarsson, 16.10.2009 kl. 08:46

2 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég segi nú fyrir mitt leiti að þetta er óeðlilega hátt óvenju snemma, taldi að það þyrfti mun lengri tíma til að vinna upp fylgið á ný.

Carl Jóhann Granz, 16.10.2009 kl. 08:49

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íhaldið á mikið inni. Það er tvíbent að fá svona góða útkomu í könnunum. Flokkurinn verður að hreinsa til hjá sér og þetta gæti slævt umbótaviljann. En hreyfingarnar eru ekki merkilegar. Eitthvað virðist færast frá Framsókn til íhalds. Austurvallarskríllinn er kominn heim til Samfylkingarinnar.

Baldur Hermannsson, 16.10.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband