Handtaka liðið, gengið allt of langt.

Lögreglan þarf greinilega að fara að taka mun harðar á þessu liði. Hreinlega handtaka það og kæra.

Þetta er alveg til skammar hvað fámennur hópur vitleysinga gerir og í ofanálag setja þeir svartan stimpil á alla mótmælendur sem vilja hafa hlutina friðsama og skynsama.

Fær mann nánast til að skammast sín fyrir að vera íslendingur þegar maður sér fólk gera slíka hluti, engan veginn réttlætanleg, sama hvernig á það er litið. Það er ekkert að gerast í þjóðfélaginu sem getur réttlætt slíkt.


mbl.is Mótmælendur farnir út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna að handtaka fólk sem er ekki að eyðileggja eða ógnandi?

Það æsir hópinn bara upp í múg og þá verða fyrst vandræði.

Karma (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Stjórnarliðið þýlynda og sofandi og þjófavinir þeirra er það sem fær mann til að skammast sín fyrir að vera íslendingur, ekki fólkið sem vill gera eitthvað í málunum og lætur í sér heyra. Burt með spillingarhyskið.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.12.2008 kl. 17:44

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég gat ekki betur heyrt en að þetta lið hefði verið einmitt ógnandi með inngöngu sinni þarna og eyðileggjandi með því að kasta eggjum og rauðri málningu upp um veggi.

Carl Jóhann Granz, 1.12.2008 kl. 17:46

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég skammast mín fyrir fólk eins og þig

Heiða B. Heiðars, 1.12.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Einnar línu speki

Sófafasistarnir leynast víða...

Löggan stóð sig vel, Jón Geir kann þetta... eitthvað annað en hvolpurinn hans Björn Bjarna

Einnar línu speki, 1.12.2008 kl. 17:50

6 identicon

Það ætti nú að handtaka þig frekar fyrir að styðja ekki málstað þeirra sem eru að reyna að láta í sér heyra en ekki láta vaða yfir okkur eins og hefur verið gert í áraraðir.

Get ekki séð afhverju ætti að handtaka ólk fyrir að kalla á mann og vera í situmótmæli og egg sem hægt er að þrífa í burt.

Atli Jóhann Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:55

7 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég styð fólk sem mótælir, alveg heilshugar. Tel að það veiti ríkisstjórninni mikið aðhald þessar vikurnar.

En þetta bull niður í seðlabanka er ekki hægt að styðja. Gerir engum neitt gott á neinn hátt.

Carl Jóhann Granz, 1.12.2008 kl. 17:58

8 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég er þessi týpiski sem styð ekki öfga.

Carl Jóhann Granz, 1.12.2008 kl. 18:37

9 identicon

Þér finnst sem sagt að lögreglan hefði sem sagt átt að handtaka hundrað manns til að finna einn eða örfáa sem köstuðu eggjum? Gott að þú styður ekki öfgar.

Geir Jón sagði sjálfur að skemmdir hefðu ekki verið unnar á byggingunni og ekkert yrði gert á meðan fólk væri ennþá friðsamlegt.

Geir Jón tók vel á þessu máli enda leystist staðan fljótt og án átaka. Ef lögreglan hefði byrjað að vaða inní hópinn og handtaka fólk hefði þetta pottþétt ekki endað svona friðsamlega.

Samt grunar mig að innst inni sé fólk eins og þú að vonast til að það komi til átaka til þess að geta fordæmt þetta "lið". 

Karma (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:06

10 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Þetta tilvik endaði sem betur fer allt vel og mómælendur sættust á að yfirgefa svæðið. Það kom svo í ljós að eggjakast og málningaslettur voru í algeru lágmarki.

Geir Jón tók flott á þessu, en hefði aldrei þurft að ganga svona langt til að byrja með.

Ég vona svo innilega að það verði ekki meira af svona mótmælum, það hefur ekki sýnt sig hingað til að það skili neinu góðu þegar upp er staðið. að því best ég veit.

Það sem ég vildi helst sjá er eitthvað uppbyggilegt sem þjóðin getur sameinast um til að vinna sig í gegnum komandi erfiðleika.

Carl Jóhann Granz, 2.12.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband