16.12.2008 | 10:41
Kolröng áhersla.
Er rétt að staðið að vera stanslaust með slík mótmæli gagnvart ríkisstjórninni ?
Ég tel friðsamleg mótmæli eins og laugardagsmótmælin og gjörningin í gær "ekki með hendur í skauti" skila langtum miklu meiru heldur en einhverjir öfgar eins og þetta er.
Stóra spurningin er: Hefði það skipt einhverju máli hver var við stjórn þegar við þurftum að taka upp þessar EES reglur sem bjuggu til landslagið fyrir menn að vinna eftir ?
Ég held að það hefði engu skipt hver stjórnaði þá, við værum í nákvæmlega sömu sporum.
Það sem skiptir máli nú er að við erum með virkilega hæfa og trausta einstaklinga við stjórnvölinn núna sem reynir að gera allt sem þeir geta til að þjóðin komi sem best í gegnum þetta allt saman.
Hávær mótmæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Carl Jóhann Granz
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldher
- benediktae
- bogl
- bjarnihardar
- gattin
- doggpals
- ellamagg
- emilkr
- erla
- ea
- frjalshyggjufelagid
- grazyna
- gunnargunn
- gudbjorng
- gylfithor
- gustaf
- bordeyri
- hjaltisig
- golli
- bassinn
- lax
- kristjangudm
- morgunbladid
- mfo
- reynir
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- sjonsson
- stebbifr
- athena
- theodor
- tomasha
- ubk
- arniarna
- astamoller
- publicservant
- hugsun
- thj41
- egill
- gauisig
- fiski
- jonmagnusson
- sumri
- otti
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rosa Hæfir
þú ert snillingur
Kveðja
Æsir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:47
Uhhhh "það sem skiftir máli er að við erum með virkilega hæfa og trausta einstaklinga við stjórnvöllinn".....að nokkur heilvita maður á íslandi láti svona út úr sér á þessum tímum finnst mér synd. Þetta er fólkið sem "leyfði" öllu að fara til andskotans. Það treystir engin þjóðinni, landið skuldar út um allt, stór fjöldi fólks er að missa vinnuna og húsið, íslenska krónan er brandari og þetta er bara byrjunin! Þegar ég sá í hvað stefndi fyrir 2 árum síðan þá flutti ég til útlanda og tak allt mitt fé með...og margir töldu mig ruglaðan....í dag hef ég það þvílíkt gott í útlandinu og kreppan snertir mig á engan hátt....sá hlær best sem síðast hlær!
Eiríkur Gauti Jónsson, 16.12.2008 kl. 11:06
Einmitt, allt er þetta ríkisstjórninni að kenna.
Ég var einhvernveginn í þeirri trú að það hefði verið einhver annar eða aðrir sem skuldsettu þjóðina. Og hélt ég að ríkisstjórnin væri einungis að taka lán núna til að bjarga því sem bjarga verður.
Ég skal ekki efast um að margt hefði mátt gera öðruvísi og betur en ég get ekki séð að það hefði breytt neinu hver hefði verið við stjórn.
Carl Jóhann Granz, 16.12.2008 kl. 11:21
Carl, hver var að éta úr nefinu meðan þjóðin var skuldsett? Annð hvort eru stjórnvöld samsek vegna spillingar eða vanhæf vegna vanþekkingar eða sofandaháttar.
Villi Asgeirsson, 16.12.2008 kl. 12:06
Ekki ætla ég að bera gegn því að mér finnst margt hefði betur mátt gera á ýmsum stöðum.
Það breytir ekki því að ég tel að við værum á sama stað sama hvaða flokkar væru við völd og af þeim flokkum sem við höfum treysti ég þessum best til að leiða okkur út úr þessu á sem farsælasta hátt eins og mögulegt er.
Carl Jóhann Granz, 16.12.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.