30.1.2009 | 09:10
Reykjavíkurflugvöll til Keflavíkur, sparnaður ?
Hvað ætli sparnaðurinn gæti orðið mikill ef innanlandsflugið yrði flutt í Leifsstöð?
Gætum við mögulega verið að tala um einhverja milljarða sem væri betur komið í einhverjum öðrum samgöngum eða jafnvel til að minnka niðurskurð í heilbrigðiskerfinu ?
Nú er allavega rétti tíminn til að skoða þetta af skynsemi en ekki tilfinningasemi.
Starfshópar skipaðir um sameiningu stofnana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Carl Jóhann Granz
Færsluflokkar
Bloggvinir
- baldher
- benediktae
- bogl
- bjarnihardar
- gattin
- doggpals
- ellamagg
- emilkr
- erla
- ea
- frjalshyggjufelagid
- grazyna
- gunnargunn
- gudbjorng
- gylfithor
- gustaf
- bordeyri
- hjaltisig
- golli
- bassinn
- lax
- kristjangudm
- morgunbladid
- mfo
- reynir
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- sjonsson
- stebbifr
- athena
- theodor
- tomasha
- ubk
- arniarna
- astamoller
- publicservant
- hugsun
- thj41
- egill
- gauisig
- fiski
- jonmagnusson
- sumri
- otti
- valdimarjohannesson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það sparast ekkert hjá þeim sem nota innanlandsflugið ef það yrði flutt til Keflavíkur. Spurning hvort eigi ekki að leggja Keflavíkurflugvöll niður og flytja allt millilandaflug til Egilsstaða. Hvað segir höfuðborgarhyskið þá, ef það þarf að hafa meira fyrir því að komast til útlanda en nú er? Látum Reykjavíkurflugvöll og innanlandsflugið þar í friði. Þessi staðsetning er fyrir landsbyggðina það sama og Hlemmur er í strætókerfi höfuðborgarsvæðisins. Nógu dýr er allur flutningskostnaður út um land þótt ekki sé verið að íþyngja landsbyggðarfólki enn frekar með meiri kostnaði við að sækja þjónustu til Reykjavíkur. Og svo má benda á það að innanlandsflugið og staðsetning þess kemur bara Suð-vestringum ekkert við, þar bera hæst hagsmunir landsbyggðarinnar og hún á réttmæta kröfu á því að eiga sem stystan og greiðastan aðgang að þjónustu höfuðborgarsvæðisins.
corvus corax, 30.1.2009 kl. 10:18
Kostnaður og tími milli Reykjavíkur og Keflavíkur er nú ekki mikill.
En ég velti þessu nú aðallega upp þar sem kannski, ég segi kannski er um að ræða þessháttar upphæðir að það gæti verið þjóðhagslega hagkvæmt, sérstaklega á þessum tímum niðurskurðar.
Carl Jóhann Granz, 30.1.2009 kl. 10:29
Það væri eingöngu hagræðing í því að fá innanlandsflugið til Keflavíkur þar sem þar gæti öll þjónusta verið til staðar fyrir íslendinga.
Bjarki Á, 30.1.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.