Geir H. Haarde lagði til réttu leiðina við SF í fyrra.

Þetta er nú allt orðið meiri hringavitleysan. Öllum til vansa sem taka þátt í því.

Samfylkingin hefði betur hlustað á Geir H. Haarde í upphafi þegar hann lagði til málefnalega breytingu á Seðlabank og FME sem hefði jafnframt tekið á yfirstjórn þeirra stofnana.

Björgvin G. Sigurðsson og Jóhanna Sigurðardóttir eru í einhverjum blekkingarleik við þjóðina til að strá ryki í augu þeirra svo þau vonandi komi betur út í komandi kosningum.

Almenningur hlýtur að fara að sjá í gegnum þetta.


mbl.is Vill að Eiríkur hætti strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hvaða breyting var lögð til? Ekki var hann neitt að upplýsa þjóðina og því fór sem fór. Jóhanna skilur að gegnsæji er nauðsynlegt þegar þjóðin er ekkert svo vinsamlega beðin upp að hósta milljónum á mann í rugl sem hún tók ekki átt í. Ekki beint allavega.

Villi Asgeirsson, 11.2.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: corvus corax

Það má vel vera að Geiri gunga hafi lagt til málefnalegar breytingar á FME og Bleðlabankanum en hann gerði ekkert í málinu og ætlaði greinilega að þæfa það og fresta eins lengi og hann kæmist upp með. Það var vandamálið, Geiri gunga þorði ekki að hrófla við Dabba drulluhala.

corvus corax, 11.2.2009 kl. 16:21

3 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ég hef nú ekki getað betur séð en það hafi nú verið Samfylkingin sem dró lappirnar þarna og lét tilfinningabræði hlaupa með sig í gönur, það ásamt tilraun til að slá ryki í augu kjósenda með því leikspili sem fór í gang.
Síðan kemur það bara í ljós að það þurfti að fara þá leið sem Geir lagði til. Samfylkingin hefði betur hlustað á skynsemi í staðinn fyrir að hlaupa.

Villi: Það kom oft fram hjá fjölmiðlum að Geir hafði lagt til að fara í skynsamlega og málefnalega breytingu á SÍ og FME, hlýtur að vera hægt að fletta því upp víða.
Það er heldur ekki mikið gegnsæji af hálfu Jóhönnu þegar hún vísvitandi reynir að telja fólki trú um það að hún gæti gert þetta eitthvað öðruvísi heldur en Geir lagði til. Hefur komið í ljós núna að þetta var ekkert annað en tilraun til að slá ryki í augu fólks.

Carl Jóhann Granz, 11.2.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband