Jóhanna klúðraði málum.

Jóhanna ásamt fyrri ríkisstjórn var of bráð þegar þau ákváðu að hækka atvinnuleysisbæturnar sem gerði það að verkum að þær urðu of háar miðað við lágmarkslaun. Þó skal það sagt að ekki er um miklar upphæðir að ræða og varla duga flestum til að klára sín mánaðarlegu útgjöld.

Eitt skal þó viðurkennast að stærstu mistökin voru ekki Jóhönnu eða neinnar ríkisstjórnar í þessum málum, heldur voru það verkalýðsfélögin sem gjörsamlega steinsváfu á verðinum í góðærinu.

Ef að verkalýðsfélögin hefðu staðið vaktina almennilega þá hefðu lágmarkslaun(taxtar) verið hífðir upp í þau laun sem verið var að borga á almennum markaði. Það hefði þá þýtt að forsendur fyrir hækkun atvinnuleysisbóta væru fyrir hendi ásamt því að meiri hvati væri fyrir því að taka að sér þau störf sem í boði eru þó svo þau væru á lágmarkstöxtum.


mbl.is Betra að vera á bótum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Einmitt lægstu laun eru of lág -þessar bætur eru ekki háar og atvinnulaust fólk þarf að borga af lánum sínum eins og aðrir.

Þetta vil ég fremur kalla vinnuletjandi kerfi heldur en hátekjuskatt á toppanna.

Björn Halldór Björnsson, 26.9.2009 kl. 12:31

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

voru ekki 500 hundruð útlendingar að koma til landsins ( aftur eða einu sinni rnn ) til að manna sláturhúsin?

ef þetta er rétt er þetta ekki bara stjórnmálamönnum að kenna og ekki fyrri stjórn eða Jóhönnu -

þetta er þá úrkynjun og dáðleysi þjóðarinnar sjálfrar að kenna

Ólafur Ingi Hrólfsson, 26.9.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 12949

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband