Hefur ekki áhrif til manneldis.

Ég man eftir því síðasta haust að sambærileg frétt kom um þessa sömu nýrnaveiki, en þá var það tekið fram að ekki þyrfti að óttast neitt í neyslu nýrnasýktum fiskum.

Þegar fréttir eru settar upp eins og þessi án þess að klára upplýsingaöflunina og kanna allar hliðar, sérstaklega varðandi neyslu þá má búast við því að það hræði marga og byrjar fólk að ímynda sér allt hið versta og það fyrsta sem það heldur er að ekki megi éta bleikjuna lengur. Sem er víst fjarri sannleikanum í þessu máli.


mbl.is Nýrnasýki í bleikju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað!

Það hlýtur að teljast algjörlega sjálfsagt að menn séu ekki að fá greitt fyrir fundi sem ekki er mætt á eins og svo gróflega kom í ljós með Dag B Eggerts, 160 þúsund fékk hann fyrir hvern fund í hafnarstjórn sem hann mætti á.
mbl.is Minni laun fyrir dræmar mætingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingjalegt!

Eftir allan þann tíma sem það tók að ná óflokksbundinni samstöðu á Alþingi um fyrirvara við þennan vonlausa samning þá ætlar ríkisstjórnin nú að semja af sér á ný.
Þetta er hreinn og beinn aumingjaskapur að geta ekki staðið á sínu og góðum meirihlutavilja Alþingis gagnvart málinu. Það er það sem þau fengu umboð til og ekkert annað.

Síðan er komið af stað allsvakalegt spunaleikrit að hætti spunakringlu samfylkingarinnar sem á að gera Ögmundi kleift að samþykkja nýja fyrirvara án þess að líta illa út. Samanber að reyna að mikla það nú upp að hans afsögn hafi sent skilaboð út að alvara væri á bakvið fyrirvarana. Í alvöru talað þá er meirihluti Alþingis alvaran og hafði ekkert að gera með afsögn Ögmundar. Ríkisstjórnin bara hreinlega guggnaði á málinu gagnvart bretum og hollendingum.


mbl.is Sátt við Icesave-niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur á óvart, og þó?

Það merkilegasta við þessa könnun er að samkvæmt henni þá nær ríkisstjórnin rétt svo að halda velli. Einnig er það hálf sorglegt og undarlegt að Borgara(Hreyfingin) skuli hrynja niður svona svakalega svona fljótt. En við skulum bíða og sjá, það er ekki komið að kosningum strax.

Efling Sjálfstæðisflokksins kemur ekki á óvart þar sem þau hafa verið að koma með raunhæfar og skynsamlegar lausnir í baráttunni við efnahagsmálin og flestir sjá að það eru skynsamlegri leiðir heldur en að skattleggja allt í botn á þessum erfiðu tímum.
Þrátt fyrir það set ég mikinn fyrirvara við að þetta yrði raunin ef kosið yrði nú þar sem flokkurinn mælist oft mun hærra en innistæða er svo fyrir. Engu að síður gefur þetta vísbendingu um línuna.


mbl.is Ríkisstjórnin rétt héldi velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður árangur, A-hluti í plús.

Að sjálfsögðu hafa skuldir aukist hjá Reykjavíkurborg og hennar fyrirtækjum. Munar þar án vafa um gengið eins og það er í dag. Skuldir fyrirtækjanna og þá helst Orkuveitunnar er að svo miklu leiti í erlendum gjaldeyri að það hækkar skuldastöðuna tímabundið. EN, borgin sjálf skilaði sér í plús.

Árangurinn er frábær

Staða Reykjavíkurborgar sjálfrar án B-hluta sem er fyrirtækin í eigu hennar er hreint út sagt frábær og á meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mikið hrós skilið fyrir dugnað þeirra við stjórn borgarinnar eftir að kreppan skall á.

Allir innviðir borgarinnar virka með ágætum, grunnþjónustan helst sterk. Í samstarfi við starfsfólk borgarinnar var farið í miklar hagræðingar og niðurskurð þar sem það þótti skynsamlegast og skilaði það borginni í hagnaði en ekki hallarekstri. Aldrei áður hefur hefur stjórn borgarinnar farið svona skynsamlegar leiðir í niðurskurðinum eins og gert var nú með aðkomu allra starfsmanna, ekki einungis yfirmanna.

Samvinnan

Hanna Birna hefur sýnt það að hún er einstaklega dugmikil sem leiðtogi á þessum erfiðu tímum og hefur borið mikla gæfu til að ná góðu samstarfi við minnihlutann í flestum þeim málum sem komið hefur fyrir borgina undanfarið ár.
Þannig skal minnihlutanum einnig hrósað fyrir þeirra dug að vilja vinna saman að hagsmunum Reykjavíkur í stað þess að hlaupa strax í skotgrafirnar með hvert einasta smámál. Þó svo það sé aðeins byrjað nú, sem er að ýmsu leiti skiljanlegt þar sem þau eru að reyna að skapa sér einhverja sérstöðu þar sem kosningavetur er framundan.

Mikið væri nú gott ef þeir flokkar sem eru á Alþingi í dag bæru gæfu til að líta til mála hjá borginni og færu að vinna saman að þeim lausnum sem skynsamlegastar eru fyrir þjóðina í dag. Þjóðin á það skilið.


mbl.is Skuldir aukast um 27,5 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú erum við að tala saman.

Nú sjáum við loks skynsamlegar efnahags-tillögur út úr þeim vanda sem við erum í þessi misserin.

Bið ég menn að lesa vel tillögurnar og mynda sér sína eigin skynsamlegu skoðun og ekki fara út í ruglið með að það skipti máli hver kemur fram með þær.

Í stórum dráttum þá er um að ræða að auka niðurskurðinn/hagræða smávægilega miðað við fyrri hugmyndir þar. Síðan stærsta einstaka atriðið sem hefur áður komið fram með að skattleggja inngreiðslur í lífeyrissjóði, nokkrar leiðir mögulegar þar er sagt. Bara spurning um að þingið komi sér saman um réttu leiðina. Getur alveg verið tímabundið.
Að lokum er málið að efla hér atvinnulífið á ný og fara að vinna með en ekki gegn því. Því fyrr sem það kemst af stað því fyrr byrjar það að skila auknum tekjum inn á ný og minna út í bætur.

Ef Alþingi ber gæfa til að vinna með þessar tillögur ásamt öðru góðu sem kemur fram þá þýðir þetta að óþarfi er að skattleggja í botn alla neyslu og laun landans næstu árin til að koma okkur í gegnum þetta tímabil.


mbl.is Svigrúm til að lækka ríkisútgjöld verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur vill lána...

Það kemur nákvæmlega ekkert fram í þessu svari frá Jens Stoltenberg um að Noregur muni ekki eða vilji ekki lána okkur meira eða án Icesave. Það sem hann segir er að það hefur ekki verið rætt, hvorki innan Noregs né norræns samstarfs, vísar svo til þess að það er samkomulag í gangi núþegar.

En forsendur eru breyttar. Fáum þá einmitt til að ræða það.

Senda ætti út formlega beiðni um lán sökum breyttra aðstæðna sem miða að því að Icesave verður ekki frágengið og AGS sent burt. Þannig skal athugað hvernig hugur norska stórþingsins er gagnvart þeirri hjálparbeiðni.

Einnig vona ég heitt og innilega að spunakringlur samfylkingarinnar fari að vinna þjóð sinni gagn í stað þess að samþykkja hvað sem er til að trufla ekki ESB drauminn sinn. Dragi þannig tilbaka sína spunameistara sem hafa sent sitt fjölmiðla og háskólalið á vettvanginn til að snúa öllu sér til betri vegar.


mbl.is Birtir bréf Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formlega beiðni strax

Þetta má greinilega engan tíma missa til að hægt sé mögulega að taka á þessum Icesave málum af almennilegri hörku og þá segja AGS að koma sér í burtu sem yrði mikil hneisa fyrir þá eftir þeirra innheimtuaðferðir fyrir Breta og hollendinga.

Lykilatriðið hér og í þessari frétt sem reynir að gera lítið úr þessu máli er nákvæmlega þetta "stjórnvöld á Íslandi hafi ekki farið fram á það"

Þangað til formlega er farið þess á leit við gamla vini okkar Norðmenn þá er ekki hægt að halda einu né neinu fram um hvort þetta sé raunhæft eður ei.

Kæru ráðherrar og þingmenn, farið nú allir sem einn að standa saman í lappirnar gagnvart þessum ógnum og ósanngirni sem við erum beitt. Þegar þið gerið það þá mun meirihluti þjóðar standa með ykkur og jafnvel sætta sig við aðeins verri lífskjör tímabundið á meðan við komumst í gegnum þann ólgusjó, SAMEINUÐ!


mbl.is Með umboð formanns Miðflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábærar fréttir

Þetta eru aldeilis frábærar og jákvæðar fréttir. Vonandi stendur ríkisstjórnin ekki í vegi fyrir þessum framkvæmdum.

Nú koma fram fleiri möguleikar fyrir það heilbrigðisstarfsfólk sem mögulega missir vinnuna á næstu misserum ásamt auknum möguleikum jafnvel fyrir ríki að láta fleiri bjóða í aðgerðir sem þarf að gera til að fá sem hagkvæmasta verð miðað við gæði þjónustu.


mbl.is Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstri skattlegðin, meiri vitleysan.

Nú þarf að taka hugmynd sjálfstæðismanna alvarlega til skoðunar um skattlagningu inngreiðslna í lífeyrissjóð í stað útgreiðslu, má vera tímabundið eða alfarið. Megin málið er að það á ekki að vera neitt vandamál að útfæra þá hugmynd þannig að þjóðin sé sátt við hana.
Í fljótri yfirferð get ég ekki séð að það myndi breyta neinu fyrir hinn almenna launþega en ríkið yrði af vöxtum á þá upphæð. Sem á móti myndi þíða að ríkið hefði meira núna til að borga vexti. Alltaf væri hægt að breyta þessu tilbaka þegar betur árar.

Ef það yrði gert ásamt smá viðbótar niðurskurði þá er hægt að taka þessar boðaðar skattahækkanir og henda þeim í ruslið.

Margir vilja ekki heyra minnst á meiri niðurskurð en staðreyndin er samt sú að á undanförnum árum hefur ríkisbúskapurinn aukist langtum meira en eðlilegt getur talist og ætti þjóðin alveg að geta sætt sig við heildarþjónustu kannski svipaða því sem hún var fyrir 3-5 árum síðan. Þetta þýðir auknar uppsagnir og nær örugglega einhver meiri útgjöld í atvinnuleysisbætur en á móti þýðir það að heildin hefur meira á milli handanna heldur en miðað við boðaðar skattahækkanir.

Það hljóta allir að sjá hversu hagkvæmara slíkt væri fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar.


mbl.is Reikna með 87 milljarða halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Carl Jóhann Granz

Höfundur

Carl Jóhann Granz
Carl Jóhann Granz
Nýr á blogginu, sjáum hvernig þetta virkar.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 12908

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband